top of page
Search

Siglufjarðarferð framundan

Helgina 30.september til 2.október ætlum við að fara í hópferð til Siglufjarðar til að taka þátt í Unglingamóti TBS.


Keppt verður í unglingaflokkunum U11-U19 og verður rútuferð á vegum BH norður. Þetta er alltaf skemmtileg ferð sem við mælum með fyrir alla sem hafa einhverja reynslu af því að keppa. Þetta er eina keppnisferðin á hverjum vetri þar sem er gist og því um að gera að nýta tækifærið.


Dagskrá


Mótið hefst klukkan 9:00 bæði laugardag og sunnudag en nánari dagskrá verður ljós þegar skráningu lýkur. Mögulega verða einhverjir leikir á föstudagskvöld. Reiknað er með brottför frá Strandgötu í kringum hádegi á föstudag og heimkomu um klukkan 22 á sunnudag.


Keppnisfyrirkomulag


Keppt er í bæði A og B flokkum unglinga og því hentar mótið fyrir bæði lengra og styttra komna. Mælum samt ekki með að þau sem aldrei hafa keppt áður fari á mót svona langt í burtu sem fyrsta mót nema vera mjög örugg á reglunum og sjálfstæð. Í einliðaleik verður spilað í riðlum en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.


Gisting


BH hefur leigt sal Slysavarnarfélagsins á Siglufirði fyrir hópinn sem er í göngufæri frá íþróttahúsinu. Allir þurfa að taka með sér vinsæng/dýnu og svefnpoka/sæng.


Kostnaður


Kostnaður á hvern iðkanda er 25.000 kr og er innifalið í því rúta, mótsgjöld, gisting, morgunverður og kvöldmatur föstudag og laugardag. Fyrir utan það þurfa krakkarnir að hafa með sér nesti og vasapening til að kaupa sér annan mat en þann sem er innifalinn. Hægt er að skipta kostnaði upp í nokkrar greiðslur ef þörf er á. Þá á félagið einnig sjóð styrktan af lyfjafyrirtækinu Williams & Halls til að aðstoða þá sem eiga í vandræðum með greiðsluna.


Þjálfarar og fararstjórar


BH sendi þjálfara með hópnum sem jafnframt eru fararstjórar. Ef einhverjir foreldrar vilja bjóða sig fram í fararstjórn mega þeir gjarnan hafa samband við Önnu Lilju í síma 8686361 eða netfangið bh@bhbadminton.is.


Skráning


Foreldrar þurfa að skrá sín börn á þessu skráningarformi eigi síðar en á fimmtudaginn 22.september. Mikilvægt að taka fram ef taka þarf tillit til ofnæmis eða óþols fyrir einhverjum mat eða annað sem er nauðsynlegt fyrir þjálfara að vita um.


Vonum að sem flestir iðkendur geti farið með í þessa skemmtilegu ferð.


Hressir BH-ingar á Siglufirði haustið 2021
Hressir BH-ingar á Siglufirði haustið 2021


bottom of page