top of page
Search

Róbert með silfur á fyrsta móti vetrarins

  • annaliljasig
  • Sep 8
  • 1 min read

Keppnistímabilið í badminton fór af stað föstudagskvöldið 5.september þegar Einliðaleiksmót TBR fór fram. Keppt var í einliðaleik í úrvalsdeild og var Róbert Ingi Huldarsson fulltrúi BH á mótinu. Hann stóð sig vel og kom með silfur heim í Hafnarfjörð. Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.


Fjölmörg mót eru á dagskrá í vetur og hvetjum við áhugasöm um keppni til að kíkja á mótaskrá vetrarins hér á badminton.is og setja mótin í dagatalið.


Róbert Ingi Huldarsson, BH, var í 2.sæti á Einliðaleiksmóti TBR 2025
Róbert Ingi Huldarsson, BH, var í 2.sæti á Einliðaleiksmóti TBR 2025

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page