top of page
Search

RSL og BH í samstarf

Badmintonfélag Hafnarfjarðar og RSL á Íslandi gerðu með sér samstarfssamning á dögunum sem var handsalaður á Afmælishátíð BH í Strandgötunni 26.október. Samningurinn er til tveggja ára og felur meðal annars í sér að félagsbúningar BH verða frá RSL og munu BH-ingar geta pantað sér nýju búningana fljótlega eftir áramót.


RSL á Íslandi bíður BH-ingum auk þess 20% afslátt af öllum vörum á rsl.is með afsláttarkóðanum BH. Um er að ræða gæða badminton spaða, kúlur og fatnað sem við hvetjum iðkendur til að skoða á vefnum þeirra. Einnig er hægt að mæta til þeirra í Skútuvoginn og fá sömu kjör með því að láta vita að viðkomandi sé iðkandi hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.


Meðfylgjandi mynd af Herði Þorsteinssyni, formanni BH og Einari Þór Magnússyni, frá RSL á Íslandi, var tekin á Afmælishátíð BH en með þeim á myndinni eru hluti af þjálfarateymi BH í fatnaði frá RSL.


Frá vinstri Anna Lilja, Sólrún Anna, Kristín Sif, Garðar Hrafn, Hörður, Sigurður Eðvarð, Einar, Sebastian, Una Hrund og Anna Ósk.

bottom of page