Opið hús í Strandgötu á 17.júní
- annaliljasig
- 4 days ago
- 1 min read
Updated: 2 days ago
Á 17.júní 2025 verður líkt og undanfarin ár opið hús í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hægt að prófa bæði borðtennis og badminton. Einnig verður þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina og stór og flottur hoppukastali fyrir utan íþróttahúsið. Þá verður hægt að kaupa rjúkandi heitar vöfflur, kaffi og aðra drykki á BH kaffihúsinu til styrktar keppnisferðum félagsins.
Hvetjum alla til að kíkja við og taka vini og fjölskyldu með sér.
Frábær dagskrá verður að venju í Hafnarfirði á þjóðhátíðardaginn sem hægt er að kynna sér hér á vef bæjarins.

Comments