Framundan eru þrjú opin mót sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér. Upplýsingar um mótin má finna hér fyrir neðan en neðst í fréttinni eru almennar upplýsingar um badmintonmót.
TBR opið - 7.-8.október 2023
Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog
Flokkar: Úrvalsdeild fullorðinna og U19 flokkur unglinga. Aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk. Átta gestir frá Kína taka þátt í mótinu.
Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í riðlum í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Vikið verður frá röðunarreglum vegna komu erlendu gestanna.
Mótsgjöld: 4000 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliðaleik og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur fimmtudaginn 28.september Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
SET mót unglinga - 21.-22.október 2023
Staðsetning: Íþróttahús KR við Frostaskjól
Flokkar: U9-U17B - Hentar vel fyrir byrjendur og styttra komna en athugið að allir þátttakendur þurfa að þekkja vel reglurnar og geta verið teljarar hjá öðrum. Þau sem hafa unnið til verðlauna á A mótum mega ekki taka þátt.
Keppnisfyrirkomulag: Keppt í riðlum í einliðaleik, allir fá amk 2 leiki. Engin kynjaskipting í U9 og U11 flokkunum. Hver aldursflokkur keppir aðeins annan daginn og kemur í ljós þegar skráningu er lokið hvaða dag.
Mótsgjöld: 1500 kr á mann. Mótsgjaldið þarf að greiða við skráningu í Sportabler þegar hún opnar mánudaginn 9.október.
Skráning: Fer fram í Sportabler og lýkur sunnudaginn 15.október.
Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
Meistaramót ÍA - 21.-22.október 2023
Staðsetning: TBR húsið við Gnoðarvog (TBR lánar ÍA hús vegna viðgerða á Akranesi)
Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum.
Keppnisfyrirkomulag: Riðlar í einliðaleik og útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.
Mótsgjöld: 3.500 kr í einliðaleik og 3.000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur fimmtudaginn 12.október kl.22:00. Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
Almennt um badmintonmót
Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.
BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða við skráningu í Sportabler eða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.
B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og styttra komna, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.
Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.
Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.
Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2023-2024 U9 - fædd 2015 og síðar U11 - fædd 2014 og 2013 U13 - fædd 2012 og 2011 U15 - fædd 2010 og 2009 U17 - fædd 2008 og 2007 U19 - fædd 2006 og 2005
Comments