top of page
Search

Metþátttaka í Bikarmóti BH 2022

Helgina 22.-24.apríl fer Bikarmót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Til keppni eru skráðir 153 leikmenn frá 8 félögum sem er þátttökumet. Félög sem taka þátt eru Afturelding, BH, Hamar, ÍA, KR, Tindastóll, TBR og TBS.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Föstudagur 22.apríl

kl.16:00-22:00 - U13 stelpur og U17-U19 strákar


Laugardagur 23.apríl kl.9:00-18:00 - U11 stelpur, U15-U19 stelpur og U15 strákar


Sunnudagur 24.apríl

kl.9:00-18:00 - U11 strákar og U13 strákar


Allir keppendur fá 3-5 leiki og má reikna með að viðvera í húsinu sé 3-5 klst fyrir hvern flokk. Tímasetningar einstakra leikja koma á badmintonfelag.is og tournamentsoftware.com þriðjudag 19.apríl.


Mikilvægt er að láta vita sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll svo að hægt sé að tryggja öllum keppendum amk 3 leiki.


Hér fyrir neðan má finna nokkrar myndir frá mótinu í fyrra. Fleiri myndir hér og hér á Facebook.


Hlökkum til að sjá ykkur í Strandgötu.

Comments


bottom of page