top of page
Search

Meistaramót BH og RSL um helgina


Strandgatan í sparifötunum

Helgina 12.-14.febrúar fer Meistaramót BH og RSL fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af Hleðslubikar Badmintonsambands Íslands og mun flest af besta badmintonfólki landsins taka þátt, samtals 84 keppendur og þar af 33 BH-ingar.


Vegna mótsins falla allar æfingar niður á föstudag og sunnudag. Því miður eru áhorfendur ekki leyfðir á íþróttamótum þessa dagana en streymt verður frá mótinu á Youtube og hvetjum við alla til að fylgjast með þar. Einnig er hægt að bjóða sig fram að starfa sem teljarar á mótinu (sjá nánar fyrir neðan).


Dagskrá


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur 12.febrúar kl. 16:30-22:00

Spilað fram í úrslit í einliðaleik í öllum flokkum - hreinn útsláttur


Laugardagur 13.febrúar kl. 10:00-18:00 Úrslitaleikir í einliðaleik fyrst um morguninn Tvíliðaleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni


Sunnudagur 14.febrúar kl. 10:00-16:00 Tvenndarleikur í öllum flokkum - riðlar þar sem efstu tvö lið komast áfram í útsláttarkeppni


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Athugið að allar tímasetingar eru birtar með fyrirvara. Ekki er ólíklegt að tímaáætlun raskist ef mikið verður um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr en mótið gengur hraðar fyrir sig. Biðjum keppendur að vera mætta í hús 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma og yfirgefa húsið strax að keppni lokinni vegna fjöldatakmarkanna.


Teljarar

Iðkendur BH í U13 og eldri flokkum sem þekkja vel reglurnar og hafa keppt býðst að starfa sem teljarar á mótinu. Fimm vaktir eru í boði og fá teljarar einn bíómiða fyrir hverja vakt ásamt samloku og drykk. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com. Athugið að það hafa stundum færri komist að en vilja í teljarastörfin og því hvetjum við þá sem vilja telja til að hafa samband sem fyrst.


Sóttvarnir


Vegna farsóttar og fjöldatakmarkanna sem eru í gildi þessa dagana þarf að huga vel að sóttvörnum og eru keppendur og starfsmenn beðnir að kynna sér vel neðangreindar upplýsingar.


Í húsinu eru 5 badmintonvellir og því munu að hámarki 20 leikmenn keppa í einu. Sprittbrúsar verða við hvern völl og þurfa leikmenn og starfsmenn að spritta sig inn og útaf vellinum. Það er einn dómari á hverjum velli og 1 þjálfari leyfður með hverjum keppanda/liði á hverjum velli og því að hámarki 35 á keppnissvæðinu í einu.


Í miðju rýminu þar sem keppnissvæðið er verður mótsstjórnarborð þar sem 2 starfsmenn sitja og 3-5 dómarar. Starfsmenn og dómarar nota salerni í kennaraherbergjum á búningsklefaganginum en keppendur og þjálfarar salerni sem tilheyra þeirra biðsvæði þ.e. A eða B.


Biðsvæði A - Stúkan hægra megin


Í þessum hluta stúkunnar mega keppendur og þjálfarar frá TBR og KA sitja. 40 keppendur skráðir en eru aldrei allir á staðnum í einu. 2-3 þjálfarar.


Í neðstu röð stúkunnar sitja teljarar sem eru 5-10 á vakt í einu allir fæddir 2005 eða yngri.


Þeir sem tilheyra þessu svæði ganga inn um inngang sem snýr að kirkjunni og nota salerni í kjallara. Einnig hægt að hafa fataskipti þar en mælt er með að fólk komi klætt í keppnisföt á staðinn.

Biðsvæði B - Stúkan vinstra megin


Í þessum hluta stúkunnar mega keppendur og þjálfarar frá BH, Hamar, TBS, UMFA og ÍA sitja. 44 keppendur skráðir en eru aldrei allir á staðnum í einu. 4-6 þjálfarar.


Þeir sem tilheyra þessu svæði ganga inn um inngang sem snýr að sjónum og nota salerni í búningsklefum sem eru 4 talsins.


Almennt


Grímuskilda er í húsinu utan badmintonvallanna.


Engir áhorfendur né veitingasala.


Engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu um helgina og þurfa keppendur að halda sig innan síns biðsvæðis milli leikja.


bottom of page