top of page
Search

Meistarmót Íslands hefst í dag

Updated: Apr 8, 2022

Meistaramót Íslands í badminton hefst í dag fimmtudaginn 7.apríl. Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Keppt verður um Íslandsmeistaratitla í Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Skráðir keppendur eru 145 talsins, þar af 35 BH-ingar. Óskum keppendum góðs gengis og hvetjum aðra til að mæta og fylgjast með skemmtilegri keppni.


Dagskrá


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Fimmtudagur 7. apríl

19:00-22:00 - 32 og 16 liða úrslit

Föstudagur 8.apríl

17:00–22:00 - Keppt fram í undanúrslit í öllum deildum og greinum


Laugardagur 9.apríl

10:00–13:30 - Undanúrslit í öllum deildum og greinum

15:00–18:00 - Úrslit í öllum deildum og greinum


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast ef mikið verður um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr ef mótið gengur hraðar fyrir sig.


Bein útsending


Hægt er að fylgjast með keppni á fjórum völlum í beinni útsendingu á Youtube rás Badmintonsambands Íslands. Hvetjum þau sem ekki komast í hús til að nýta sér það.


Lokahóf BSÍ


Á laugardagskvöldið 9.apríl verður BSÍ með lokahóf fyrir 18 ára og eldri á Bryggjunni Steikhús. Á dagskrá er verðlaunaafhending, skemmtiatriði og tónlist. Hvetjum badmintonfólk til að fjölmenna. Þegar eru um 100 manns skráðir á hófið en hægt er að kaupa miða út daginn í dag 7.apríl. Sjá nánar á samfélagsmiðlum BSÍ og badminton.is.


Upplýsingar fyrir keppendur


Keppendur þurfa að mæta tímanlega í hús amk. 40 mín fyrir áætlaðan leiktíma til að hita vel upp og undirbúa sig fyrir keppni. Mjög mikilvægt er að láta Kjartan íþróttastjóra vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll í síma 8235332 eða með skilaboðum í Sportabler. Þjálfarar BH á mótinu verða Kjartan og Gerda.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Áfram BH!





Comments


bottom of page