top of page
Search

Ísland í 2.sæti í Evrópukeppni smáþjóða

Evrópukeppni smáþjóða í badminton fór fram á Möltu um helgina. Átta þjóðir tóku þátt í mótinu sem var haldið í fyrsta sinn í ár.


Íslenska liðið stóð sig frábærlega og varð í 2.sæti á mótinu. Í úrslitaleiknum mætti Ísland Kýpur og tapaði naumlega 3-2. Í riðlakeppninni sigraði Ísland Grænland og Mön 4-1 en tapaði fyrir Kýpur 3-2. Í undanúrslitum vann Ísland Færeyjar 3-1.


Tveir BH-ingar voru í íslenska liðinu þau Gabríel Ingi Helgason og Una Hrund Örvar. Frá TBR voru þau Sigríður Árnadóttir, Daníel Jóhannesson, Lilja Bu, Arna Karen Jóhannsdóttir, Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson. Landsliðsþjálfari Íslands er Kenneth Larsen.


Óskum liðinu innilega til hamingju með frábæran árangur.


Úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com.Íslenska landsliðið. Frá vinstri: Kenneth Larsen landsliðsþjálfari, Sigríður, Daníel, Lilja, Davíð Bjarni, Arna Karen, Gabríel Ingi, Una Hrund, Kristófer Darri.
Íslenska landsliðið. Frá vinstri: Kenneth Larsen landsliðsþjálfari, Sigríður, Daníel, Lilja, Davíð Bjarni, Arna Karen, Gabríel Ingi, Una Hrund, Kristófer Darri.

Comments


bottom of page