top of page
Search

Hoppandi glaðir krakkar á Snillingamóti BH

Um helgina fór Snillingamót BH fram í Strandgötunni. Til keppni voru skráðir 45 krakkar frá fjórum félögum: BH, ÍA, UMFA og Tindastól. U9 hópurinn keppti á laugardagsmorgun og U11 hópurinn á sunnudagsmorgun.


Allir spiluðu 4-6 lotur og var reynt að raða þannig í hverja umferð að krakkarnir fengju sem jafnasta leiki. Það er alltaf svoldið púsl en tókst vel því allir fengu einhverja jafna leiki og nær allir unnu amk eina lotu. Fjölmargar lotur fóru í framlengingu og virkilega gaman að sjá hvað krakkarnir voru duglegir og áhugasamir.


Í mótslok fengu allir sippuband og hvatningu um að vera dugleg að sippa en er það afburða góð æfing fyrir alla og þá sérstaklega badmintonspilara. Nokkrir af aðstoðarþjálfurum og unglingalandsliðsspilurum BH sýndu góð sipptilþrif en þau voru auk þess dómarar á mótinu. Krakkarnir fóru svo hoppandi glöð heim á leið með sippuböndin sín.


Una Hrund Örvar tók myndir af öllum þátttakendum. Finna má myndir af U9 krökkunum hér og U11 krökkunum hér.


Takk fyrir þátttökuna.


U11 hópurinn sem keppti á sunnudag


U9 hópurinn sem keppti á laugardag
U9 hópurinn sem keppti á laugardag


bottom of page