top of page
Search

Happdrætti BSÍ

Updated: Nov 21, 2023

Sala á miðum í árlegu happdrætti Badmintonsambands Íslands til styrktar afreks og útbreiðslustarfi er hafin. Verðlaunin í happdrættinu eru glæsileg: gjafabréf frá Icelandair, Húsgagnahöllinni, Vodafone og Ormsson, badmintonvörur frá RSL og gisting á Hótel Örk. Aldrei hafa verið fleiri vinningar í happdrættinu og bæði fjöldi vinninga og verðmætti hækkað mikið síðan í fyrra.


Öllum iðkendum býðst að fá miða til að selja til styrktar sambandinu en safna um leið í eigin sjóð. Miðinn kostar 1.800 kr og fær sölufólkið 300 kr í sölulaun. Söluhæsti einstaklingurinn í hverju félagi verður verðlaunaður með 10.000 kr gjafabréfi hjá RSL.


Hvetjum iðkendur til að taka þátt í þessari fjáröflun en hægt er að nálgast miða hjá þjálfurum og starfsfólki í Strandgötu. Skila þarf óseldum miðum og söluhagnaði í síðasta lagi 15.desember.


Áfram badminton!
Comments


bottom of page