Óskarsmót KR fór fram í Frostaskjólinu helgina 22.-23.febrúar. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Til keppni voru skráðir 84 leikmenn, þar af 29 frá BH. Okkar fólk stóð sig vel að venju og kom með 15 verðlaun heim í Hafnarfjörðinn.
Verðlaunahafar BH voru:
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild
Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliðaleik karla í úrvalsdeild
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í 1. deild
Daníel Ísak Steinarsson, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í 1. deild
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik karla í 1. deild
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvenndarleik í 1. deild
Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í 1. deild
Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvenndarleik í 2. deild
Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 2. deild
Helgi Valur Pálsson, 1.sæti í einliðaleik karla í 2. deild
Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í 2. deild
Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í 2. deild
Öll úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum BH hér á Facebook.

Comments