top of page
Search

Gæfuríkt ár gert upp

  • annaliljasig
  • Mar 26
  • 2 min read

Updated: Mar 27

Árið 2024 var einstaklega gæfuríkt hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og unnust margir sigrar bæði innan og utan vallar sagði Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, í ávarpi sínu á aðalfundi félagsins sem haldin var í gærkvöldi. Á fundinum fór Erla Björg yfir þann glæsilega árangur sem íþróttafólk félagsins náði á árinu og þakkaði félagsmönnum fyrir að skapa þann góða anda sem ríkir í Strandgötunni. Hér má finna ársskýrslu félagsins fyrir árið 2024.


Fjölmargar lagabreytingartillögur lágu fyrir fundinum en þær voru nær allar tilkomnar vegna tilmæla frá ÍSÍ. Einnig lá fyrir tillaga um stofnun húsnæðisnefndar sem á að skoða möguleika á stærra húsnæði enda ómögulegt að fjölga iðkendum mikið meira í núverandi aðstöðu. Tillögurnar voru samþykktar samhljóða. Hér má finna lagabreytingartillögurnar og hér tillögu um húsnæðisnefnd.


Ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 var kynntur og ánægjulegt að sjá eigið fé komið á þann stað sem það þarf að vera til að eiga borð fyrir báru eftir þung ár í rekstrinum síðustu ár. Smellið hér til að skoða ársreikning og fjárhagsáætlun BH.


Freyr Víkingur Einarsson sem setið hefur sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar í bæði aðalstjórn og stjórn badmintondeildar frá árinu 2020 gaf ekki kost á sér áfram þar sem hann er að fara erlendis í nám. Erla Björg formaður þakkaði honum kærlega fyrir góð störf og fundarfólk klappaði honum lof í lófa. Jón Sverrir Árnason var kosin í stjórn í stað Freys en ekki urðu aðrar breytingar á stjórn. Hér má finna upplýsingar um stjórnarfólk félagsins.


Fundarstjóri aðalfundar var Ingimar Ingimarsson og fundarritari Anna Lilja Sigurðardóttir. Smellið hér til að lesa fundargerðina.



Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, var ánægð með árangurinn árið 2024.
Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, var ánægð með árangurinn árið 2024.


Ingimar Ingimarsson stýrði fundinum af mikilli röggsemi.
Ingimar Ingimarsson stýrði fundinum af mikilli röggsemi.

Anna Lilja Sigurðardóttir kynnti ársreikning og fjárhagsáætlun fyrir fundarfólki.
Anna Lilja Sigurðardóttir kynnti ársreikning og fjárhagsáætlun fyrir fundarfólki.







 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page