top of page
Search

Gabríel Ingi þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í TBR húsinu helgina 14.-16.apríl. 50 BH-ingar tóku þátt og stóðu sig vel. Mikið var um góða baráttu hjá okkar fólki og spennandi þriggja lotu leiki. Sex Íslandsmeistaratitlar og 21 silfurverðlaun komu með heim í Strandgötuna að móti loknu.


Gabríel Ingi Helgason náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U19 flokknum á mótinu sem er mikið afrek. Auk þess að sigra í einliðaleik vann hann tvíliðaleikinn með Kristiani Óskari Sveinbjörnssyni sem einnig er í BH og tvenndarleikinn með Maríu Rún Ellertsdóttur úr ÍA.


Katla Sól Arnarsdóttir sigraði tvöfalt í U15 flokknum, í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Emmu Katrínu Helgadóttur úr Tindastól. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvenndarleik ásamt Rúnari Gauta Kristjánssyni úr BH.


Silfurverðlaunahafar BH á mótinu voru auk ofantalinna:

  • Kristín Eldey Steingrímsdóttir, 2.sæti í einliðaleik U11

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13

  • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Lúðvík Kemp, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U13

  • Gísli Fannar Dagsson, 2.sæti í einliðaleik í U15B

  • Björn Ágúst Ólafsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17B

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U17

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Mikael Bjarki Ómarsson, 2.sæti í einliðaleik í U19B

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvenndarleik í U19

Óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með frábæran árangur. Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af öllum keppendum og verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook. Mælum einnig með að skoða frábærar myndir á Facebook síðu TBR sem Árni Gestur Sigfússon tók.


Þökkum BSÍ og TBR fyrir vel skipulagt mót og frábæra umgjörð. Sérstaklega flott að fá eldra keppnisfólk félagsins til að dæma undanúrslita og úrslitaleiki mótsins á sunnudag.


Íslandsmeistarar unglinga 2023. Frá vinstri Gabríel Ingi, Katla Sól, Kristian Óskar.
Íslandsmeistarar unglinga 2023. Frá vinstri Gabríel Ingi, Katla Sól, Kristian Óskar.

Gabríel Ingi Helgason varð þrefaldur Íslandsmeistari í U19 um helgina. Ljósmyndari: Árni Gestur Sigfússon

Katla Sól Arnarsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í U15 um helgina.
Katla Sól Arnarsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari í U15 um helgina.

Kristian Óskar og Gabríel Ingi Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U19
Kristian Óskar og Gabríel Ingi Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U19


Comments


bottom of page