top of page
Search

Fullt hús á sumardaginn fyrsta

Í tilefni af Björtum dögum í Hafnarfirði og sumardeginum fyrsta var Badmintonfélag Hafnarfjarðar með opið hús í Íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 21.apríl. Gestum og gangandi var boðið að prófa bæði badminton og borðtennis og kynna sér starfsemi félagsins. Frábær mæting var á opna húsið og fullt útúr dyrum á meðan opið var milli klukkan 13 og 15. Áætla má að um 500 manns hafi litið við. Þökkum öllum þeim sem mættu kærlega fyrir heimsóknina. Stefnum á að vera aftur með opið hús á 17.júní.


Spilað á öllum badmintonvöllunum og einnig borðtennisborðunum sem voru í kringum vellina. Skipt var reglulega inná úr stúkunni þannig að allir fengju að prófa.

Kommentit


bottom of page