top of page
Search

Flottur árangur á Reykjavíkurmótinu

Um síðustu helgi tóku 27 BH-ingar þátt í fyrsta unglingamóti vetrarins, Reykjavíkurmóti unglinga, í TBR húsunum. Hópurinn stóð sig vel og náðu 12 að vinna til verðlauna. Gabríel Ingi Helgason náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt á mótinu.


Verðlaunahafar BH:

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U13, 2.sæti í tvenndar í U15

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik í U13

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvenndarleik í U13

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í U17

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndarleik í U17

  • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í einliðaleik í U17 og 1.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliða og tvenndarleik í U17

  • Lilja Berglind Harðardóttir, 2.sæti í einliða og tvíliðaleik í U17

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.


Myndir af verðlaunahöfum má finna á Facebook síðu TBR.



Frá verðlaunaafhendingu í U17 flokknum. BH-ingarnir Gabríel, Rakel og Kristian ásamt Maríu frá ÍA.

bottom of page