top of page
Search

Fjölmenni á 17.júní hátíð

Updated: Jun 27, 2021

Það var líf og fjör í Íþróttahúsinu við Strandgötu á 17.júní. Blásið var til hátíðar með ýmsum skemmtilegum stöðvum og BH kaffihús opnað á annarri hæðinni. Hátíðin var hluti af 17.júní hátíðarhöldum Hafnarfjarðarbæjar.


Áætla má að á bilinu 600-800 manns hafi litið við til að hafa gaman með fjölskyldu og vinum og njóta góðra veitinga. Fjölmargir spurðust fyrir um starfsemi félagsins og prófuðu borðtennis, badminton og fleiri skemmtilegar stöðvar.


Myndir úr myndakassanum á staðnum má finna hér.


Allir sem tóku þátt í uppgjafarkeppni og teiknisamkeppni fóru í pott og voru fjórir heppnir dregnir út.


Uppgjafakeppni Karítas Hreiðar


Teiknisamkeppni Matthildur Thea Birna Björnsdóttir


Þá var einn heppinn dregin úr hópi þeirra sem tóku þátt í viðhorfskönnun um hátíðina en það var hún Védís Erna.


Verðlaunahafar hafa þegar fengið send skilaboð frá okkur. Verðlaunin eru Pioneer heyrnatól frá Ormsson og er hægt að nálgast þau hjá starfsmönnum í Íþróttahúsinu við Strandgötu milli kl.9 og kl.16 virka daga. Til hamingju verðlaunahafar!


Takk fyrir komuna allir gestir og takk allir sem lögðu hönd á plóg við skipulagningu, framkvæmd og frágang. Þetta var frábær dagur.


Margir gripu í spaða á badmintonstöðinni fyrir utan húsið og fóru svo í kjölfarið inn að prufa í betri aðstæðum.
Borðtennisstöðin úti var við hliðina á hoppuköstulunum og var töluvert af fólki sem prófaði að spila.
Badmintonvellirnir þrír inni voru fullir nær allan tímann og starfsmaður duglegur að þjappa á völlunum og biðja fólk að skiptast á svo allir kæmust að.
Borðtennisborðin sex voru mjög vinsæl. Alltaf einhverjir að spila og margir gáfu sig á tal við forsvarsmenn borðtennisdeildarinnar.
Líflegt var á útisvæðinu þar sem hægt var að kríta, húlla, sippa, hoppa í hoppukastala og spila badminton og borðtennis.
Tveir lögreglumenn litu við á hátíðina og tók annar þeirra, Stefán, þátt í teiknisamkeppninni á kaffihúsinu. Hann teiknaði flotta mynd og sagði frá heimsókninni á Instagram reikningi Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.
Hluti af myndunum sem gestir og gangandi teiknuðu á 17.júní. Tveir heppnir myndasmiðir voru dregnir úr potti og fengu Pioneer heyrnatól frá Ormsson.
BH kaffihúsið var vel sótt og þar voru vöfflurnar vinsælastar.
Útsýnið af svölunum í Strandgötu er dásamlegt og ekki slæmt að njóta veitinga í góðu veðri þar.
Hluti af starfsmönnunum okkar frábæru sem stóðu vaktir á stöðvum og afgreiddu á BH kaffihúsinu. Allt iðkendur í félaginu.



bottom of page