top of page
Search

Fínn árangur í Mosó

Updated: Oct 5, 2022

Helgina 24.-25.september fór Meistaramót Aftureldingar fram í Mosfellsbænum. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Um 70 leikmenn voru skráðir til þátttöku, þar af 25 BH-ingar sem stóðu sig vel og komu með 17 verðlaun heim í Hafnarfjörðinn.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:

  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliðaleik í úrvalsdeild

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Davíð Phuong Zuan Nguyen, 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í 1.deild

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Emil Hechmann, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild og 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í 2.deild

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badmintondeildar Aftureldingar.


Það var hreinn BH úrslitaleikur í tvenndarleik í 2.deild. Lena Rut og Stefán Logi í 1.sæti og Katla Sól og Adam Elí í 2.sæti
Það var hreinn BH úrslitaleikur í tvenndarleik í 2.deild. Lena Rut og Stefán Logi í 1.sæti og Katla Sól og Adam Elí í 2.sæti

riotinto.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page