top of page
Search

Erik og Angela sigruðu þrefalt á TBR opið

  • annaliljasig
  • 19 minutes ago
  • 1 min read

Badmintonmótið TBR opið fór fram í Laugardalnum um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. BH-ingar stóðu sig frábærlega og unnu til 22 verðlauna á mótinu. Erik Valur Kjartansson og Angela Líf Kuforiji náðu þeim einstaka árangri að sigra þrefalt í sínum flokki en þau kepptu í 2. deild.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru eftirfarandi:


  • Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild og 1.sæti í tvenndarleik í 1. deild

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvenndarleik í 1. deild

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í 1. deild

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 1. deild

  • Alexandra Ýr Stefánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 1. deild

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í 1. deild

  • Hrafn Örlygsson, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 1. deild

  • Lúðvík Kemp, 2.sæti í einliðaleik í 1. deild

  • Hákon Kemp, 2.sæti í einliðaleik í 2. deild

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 2. deild

  • Aron Snær Kjartansson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2. deild

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í 2. deild

  • Angela Líf Kuforiji, 1.sæti í einliða, tvíliða og tvenndarleik í 2. deild


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook og fjölmargar fleiri myndir af keppendum á Facebook síðu TBR.


Erik Valur og Angela Líf, þrefaldir sigurvegarar á TBR opið 2025.
Erik Valur og Angela Líf, þrefaldir sigurvegarar á TBR opið 2025.

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page