Þá er jólamánuðurinn runninn upp með sinni gleði og frídögum. Hér höfum við tekið saman yfirlit yfir viðburði og frídaga hjá BH í desember. Hvetjum iðkendur til að nýta sér opnu tímana í jólafríinu, tilvalið að bjóða fjölskyldunni með í skemmtilega badmintonsamverustund.
8. desember - Ljúflingamót í TBR fyrir U9 og U11 kl.10-14
13. desember - Síðasti skráningardagur í Jólamót unglinga (sjá nánar í Abler)
15. desember - Síðasta sunnudagsæfing ársins - Piparkökur á boðstólnum
16. desember - Happdrætti BSÍ - Síðasti dagur til að skila óseldum miðum og söluhagnaði - Jólamót fullorðinshópa BH í æfingatímanum
18. desember - Bangsaæfing hjá U9 og rautt þema - Síðasta Fullorðinsspil ársins
19. desember - BH fær afhenda viðurkenningu fyrir að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ kl.20:30 - öll velkomin að vera viðstödd og gæða sér á smá jólanammi í tilefni dagsins.
20. desember - Síðasti hefðbundni æfingadagur ársins
21. desember - Opið í rækt í Strandgötu kl. 13-16 og badminton 14:30-16 - Jólamót unglinga U13-U19 í TBR kl.10-18
22. desember - Opinn tími í Strandgötu kl.11-13 fyrir BH-inga og fjölskyldur - Jólamót í trimmflokki (trimmarar 18 ára og eldri) í TBR húsinu kl.11
23. desember - Opið í rækt kl.11:15-13:15
24.-26.desember - Lokað í Strandgötu
27. desember - Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í stóra sal - Opið í rækt kl. 12-19
28. desember - Opið í rækt kl.9-16
29. desember - Opinn tími í Strandgötu kl.11-13 fyrir BH-inga og fjölskyldur
30. desember - Opið í badminton og rækt í Strandgötu kl.12-19
31. des - 1. jan - Lokað í Strandgötu
2. janúar - Æfingar hefjast á nýju ári - Sama æfingatafla og fyrir áramót
Eldri keppnishóparnir sem eru að fara að keppa fullorðinsmótinu Meistaramót TBR 4.-5.janúar verða með nokkrar aukaæfingar í jólafríinu sem eru komnar inní Abler hjá þeim sem við á.
Gleðilega hátíð kæru félagar.
Commentaires