Í nóvember kepptust iðkendur við að selja miða í árlegu happdrætti Badmintonsambands Íslands til styrktar útbreiðslu og starfi landsliðanna. Söluhæsti einstaklingurinn í hverju félagi var verðlaunaður af Badmintonsambandinu.
Það var Dagur Örn Antonsson sem seldi mest hjá okkur í BH, samtals 60 miða! Virkilega vel gert hjá Degi. Hann fékk 15.000 kr gjafabréf frá RSL í verðlaun sem hann ætlar að nýta í að kaupa sér nýjan spaða.
Þökkum öllu duglega sölufólkinu okkar fyrir sitt framlag og þeim sem keyptu miða þökkum við kærlega stuðninginn við badminton á Íslandi.
Hér á badminton.is er hægt að finna upplýsingar um vinningsmiða í happdrætti BSÍ 2021.
Comments