top of page
Search

Dagskráin í Þorlákshöfn

Laugardaginn 29.febrúar fer Unglingamót Þórs fram í Þorlákshöfn og taka 19 BH-ingar þátt.


Keppni hefst klukkan 10:00 í U11 og U9 flokkunum og er áætlað að þau ljúki keppni um klukkan 12. Keppni í U13-U17 hefst klukkan 12:00 lýkur milli klukkan 15 og 16. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast eitthvað ef mikið er um langa leiki.


Hvetjum alla til að leggja tímanlega af stað og keyra varlega enda vetrarfærð á landinu. Gott er að taka með sér vatnsbrúsa og nesti og hafa peysu og buxur til að fara í á milli leikja. Frítt er í sund að keppni lokinni og því tilvalið að taka einnig sundföt með.


Eins og venja er á unglingamótum þurfa keppendur að hjálpast að við að telja og eru foreldrar og systkini einnig hvött til að bjóða fram aðstoð við það.


Mótsgjöld eru 1500 kr fyrir einliðaleik og 1200 kr fyrir tvíliðaleik og þarf að leggja þau inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Þjálfarar BH á mótinu eru Garðar Hrafn s. 6961723 og Elín Ósk s. 6613876. Mikilvægt er að láta þau vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!


BH krakkarnir sem kepptu í U9-U11 flokknum á Þórsmótinu 2019.

bottom of page