top of page
Search

Dagskráin í Hveragerði á laugardaginn

Updated: Nov 6, 2021

Laugardaginn 6.nóvember fer Kjörísmót Hamars fram í Hamarshöllinni í Hveragerði. Um 100 keppendur eru skráðir til þátttöku, þar af 15 BH-ingar.


U9 og U11 flokkurinn spilar kl.9:00-11:30 á laugardaginn. Búið er að raða niður í riðla og er hægt að skoða þá hér á tournamentsoftware.com. Leikirnir í þessum flokkum eru ekki tímasettir heldur þurfa allir að vera mættir að eins fyrir kl.9 og verður spilað í rúmar 2 klst. Að keppni lokinni fá allir viðurkenningu fyrir þátttökuna.


U13, U15 og U17 flokkarnir hefja keppni kl.11:40. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast eitthvað ef mikið verður um langa og jafna leiki. Í fjölmennustu flokkunum er útsláttarkeppni en þau sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk og því tryggt að allir fá amk tvo leiki. Í fámennari flokkum eru riðlar. Hægt er að smella á nöfn keppenda hér til að sjá þeirra fyrstu leiki en það fer svo eftir því hvernig gengur hvenær næstu leikir eru.


Gott er að mæta í hús 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma til að átta sig á aðstæðum og hita upp. Mælum með að mæta í stuttbuxum og stuttermabol en vera í íþróttagalla yfir sem farið er í milli leikja til að kólna ekki niður. Þá ættu allir að vera í innanhússkóm og með vatnsbrúsa og nesti með sér.


Leggið endilega tímanlega af stað og keyrið varlega því það gæti verið leiðinlegt veður. Sjá hér: https://vedur.is/vidvaranir


Áhorfendur eru leyfðir en það er grímuskilda í húsinu.


Þjálfarar BH á mótinu eru Anna Lilja (s.8686361) og Sigurður Eðvarð (s.6187703). Velkomið að hringja í þau ef eitthvað er óljóst. Einnig hægt að ráðfæra sig við þjálfara á æfingum á fimmtudag og föstudag. Þjálfarar taka með lánspaða í Hveragerði ef einhverjir þurfa á slíku að halda.


Mótsgjaldið er 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf gjaldið inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Forföll skal boða til Önnu Lilju í síma 8686361. Mjög mikilvægt er að láta vita strax um forföll ef einhver eru þar sem það hefur mjög slæm áhrif á skipulagningu mótsins og aðra keppendur ef einhverjir mæta ekki og láta ekki vita.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun.


BH-ingar á Kjörísmótinu í Hveragerði 2019
BH-ingar á Kjörísmótinu í Hveragerði 2019


bottom of page