top of page
Search

Dagskráin um helgina

  • annaliljasig
  • 19 hours ago
  • 2 min read

Um helgina eru tvö badmintonmót á dagskrá hjá okkar fólki. Reykjavíkurmót barna og unglinga í TBR og Meistaramót UMFA í Mosfellsbænum. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá og helstu upplýsingar um mótin. Hefðbundin æfingadagskrá verður í Strandgötu um helgina samkvæmt dagskrá í Abler ásamt opnum tíma á sunnudag kl.13:30-15:00.


Reykjavíkurmót barna- og unglinga


Mótið fer fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Um 100 leikmenn taka þátt í mótinu frá 5 félögum, þar af 23 frá BH.


Dagskráin í TBR er eftirfarandi:


Laugardagur

10:00-12:30 - U11 keppa í einliðaleik - Una og Sólrún þjálfarar

12:00-16:00 - U13-U17 keppa í tvíliðaleik - Siggi og Gerda þjálfara


Sunnudagur

10:00-14:00 - U13-U17 keppa í tvenndarleik - Siggi þjálfari


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Með því að ýta á nafn leikmanns sjást allir leikir viðkomandi á mótinu. Athugið að niðurröðun er alltaf birt með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar t.d. vegna forfalla og því mikilvægt að kíkja aftur á dagskrána kvöldið áður og jafnvel um morguninn áður en farið er á keppnisstað.



Meistaramót UMFA


Mótið fer fram í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ. Um 60 leikmenn taka þátt í mótinu frá 5 félögum, þar af 17 frá BH.


Dagskráin í Mosó er eftirfarandi:


Laugardagur

10:00-17:00 - Einliðaleikur í öllum flokkum


Sunnudagur

09:00-13:00 - Tvíliðaleikur í öllum flokkum

13:00-18:00 - Tvenndarleikur í öllum flokkum


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Með því að ýta á nafn leikmanns sjást allir leikir viðkomandi á mótinu. Athugið að niðurröðun er alltaf birt með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar t.d. vegna forfalla og því mikilvægt að kíkja aftur á dagskrána kvöldið áður og jafnvel um morguninn áður en farið er á keppnisstað.



Mjög mikilvægt er að leikmenn mæti tímanlega á keppnisstað og láti Kjartan íþróttastjóra (s. 8235332) eða Önnu Lilju framkvæmdastjóra (s. 8686361)vita ef upp koma veikindi eða önnur forföll.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina.


BH-ingarnir Hákon og Laufey á móti í TBR húsinu
BH-ingarnir Hákon og Laufey á móti í TBR húsinu






 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page