top of page
Search

Dagskráin um helgina

Um helgina fer Lottó dansmótið fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Hefðbundnar æfingar og opnir tímar á föstudag 2.nóvember og sunnudag 4.nóvember falla því niður.

Á laugardaginn taka 15 BH-ingar þátt í Kjörísmóti Hamars í Hveragerði. Mótið fer fram í Hamarshöllinni. Sjá nánar á ja.is.

U11 byrja klukkan 9:00 og spila allir 4-5 leiki. Reiknað er með að þessi flokkur ljúki keppni milli klukkan 11 og 12. Leikirnir í þessum flokki eru ekki tímasettir, best að mæta 8:40 til að hitta upp og átta sig á aðstæðum og reikna svo með að vera á staðnum til klukkan 12.

Aðrir flokkar, U13-U19, byrja klukkan 11:00 og spila fram eftir degi. Áætluð mótslok eru um klukkan 18. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Gott er að mæta eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma í hús til að hita upp og gera sig tilbúin fyrir keppni.

Mikilvægt er að láta Kjartan s. 897 4184 eða Önnu Lilju s. 868 6361 vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.

Mótsgjöld eru 1800 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr á mann í tvíliðaleik. Mótsgjöldin þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.

Meðfylgjandi mynd af flottum BH stelpum á Kjörísmótinu 2015.

Góða helgi!


bottom of page