top of page
Search

Dagskrá á unglingamótinu 6.-7.febrúar

Um helgina (6.-7.febrúar) fer Unglingameistaramót TBR fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið er hluti af Reykjavik International Games sem fer fram þessa dagana í mörgum íþróttagreinum. Til keppni í badminton unglinga eru skráðir 132 leikmenn, þar af 39 frá BH.


Keppt verður í einliðaleik á laugardag og tvíliða- og tvenndarleik á sunnudag. Hér á tournamentsoftware er hægt að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gæti dagskrá seinkað eitthvað af mikið er um jafna og langa leiki. Mælum með að vera mætt í hús eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma til að hita upp og gera sig tilbúin fyrir keppnina.


Undir flipanum "players" á tournamentsoftware má finna lista yfir alla þátttakendur og er hægt að ýta á nöfnin til að sjá leiki viðkomandi keppanda. Athugið að ef keppandi vinnur sinn riðil í einliðaleik eða sinn leik í tvíliða- og tvenndarleik fær hann/hún annan leik en tímasetningar á þeim leikjum er best að skoða í flipanum "draws". Endilega sendið póst á bhbadminton@hotmail.com ef einhverjir þurfa aðstoð við að lesa úr þessu.


Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu en BH verður með nokkra þjálfara á svæðinu sem aðstoða okkar fólk og passa vel uppá alla. Mælum með að hafa með sér íþróttapeysu og buxur til að fara í milli leikja til að kólna ekki. Einnig er vatnsbrúsi og hollt nesti nauðsynlegt. Ef einhverja vantar BH boli eða peysur eigum við til smá lager í Strandgötunni sem hægt er að kaupa hjá starfsfólki í Strandgötunni.


Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið inná reikning BH eigi síðar en á mánudag eða hafið samband á bhbadminton@hotmail.com og semjið um greiðslufrest eða aðstoð: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll er mjög mikilvægt að láta Önnu Lilju vita í síma 8686361. Reiknað er með að allir sem skráðu sig mæti og láti vita í tíma ef eitthvað kemur upp svo að mótið gangi sem best fyrir sig.


Góða skemmtun og gangi ykkur vel krakkar!


Comments


bottom of page