top of page
Search

Bikarmót BH - Dagskrá og niðurröðun

Updated: Apr 23, 2022

Helgina 22.-24.apríl fer Bikarmót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Til keppni eru skráðir 153 leikmenn frá 8 félögum sem er skráningarmet. Félög sem taka þátt eru Afturelding, BH, Hamar, ÍA, KR, Tindastóll, TBR og TBS.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


Föstudagur 22.apríl

kl.16:00-22:00 - U13 stelpur og U17-U19 strákar


Laugardagur 23.apríl kl.9:00-18:00 - U11 stelpur, U15-U19 stelpur og U15 strákar


Sunnudagur 24.apríl

kl.9:00-18:00 - U11 strákar og U13 strákar


Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Birt með fyrirvara um breytingar t.d. gæti verið nauðsynlegt að sameina einhverja riðla ef mikið verður um forföll. Síðast uppfært 22.apríl kl.23:30.


Mikilvægt er að láta vita sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll svo að hægt sé að gera ráðstafanir. Viljum reyna að tryggja öllum keppendum amk 3 leiki.


Biðjum keppendur að mæta í hús amk 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma og yfirgefa ekki svæðið fyrr en allir þeirra leikir eru búnir. Reynt verður að láta mótið ganga hratt og vel fyrir sig en auðvitað getur dagskrá tafist eitthvað ef mikið er um langa leiki. Að hverjum leik loknum verður kastað uppá hver telur næsta leik á eftir. Foreldrar og/eða systkini mega gjarnan bjóða sig fram í að telja fyrir sitt fólk.


Hlökkum til að sjá ykkur í Strandgötu um helgina.


Frá Bikarmóti BH 2021. Gabríel Ingi, Guðmundur Adam, Steinþór Emil og Kristian Óskar.
Frá Bikarmóti BH 2021. Gabríel Ingi, Guðmundur Adam, Steinþór Emil og Kristian Óskar.留言


bottom of page