top of page
Search

BH-ingar á faraldsfæti

BH-ingar í úrvals og afrekshópum BSÍ hafa verið á faraldsfæti nú á haustönn enda krafa landsliðsþjálfara að leikmenn sæki mót erlendis.


Gabríel Ingi Helgason keppti á unglingamóti í Farum í Danmörku í nóvember. Hann vann sinn riðil í einliðaleik og varð í 5.-6.sæti en tapaði í fyrstu umferð í tvíliðaleik ásamt dönskum meðspilara.


Una Hrund Örvar og Sólrún Anna Ingvarsdóttir fóru ásamt tveimur öðrum í úrvalshópi BSÍ á alþjóðlegt mót í Slóveníu í nóvember. Þær kepptu í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og náðu sér í dýrmæta keppnisreynslu.


Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson tóku þátt í unglingamóti í Helsinki í

október. Þeir náðu báðir að vinna einn leik í sínum riðli en komust þó ekki áfram.


Meirihluti keppnishóps BH tók síðan þátt í stóru móti í Sollentuna í Svíþjóð í september.


Flott hjá okkar fólki og greinilega mikill metnaður að ná enn lengra.

Sólrún Anna og Una Hrund kepptu á móti í Slóveníu í nóvember.

bottom of page