BH-ingar sigursælir á Reykjavíkurmeistaramóti
- annaliljasig
- Mar 16
- 1 min read
Reykjavíkurmeistaramótið fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2. deild fullorðinna. Þátttakendur voru um 90 talsins, þar af 32 frá BH. Mjög mikið var um jafna og skemmtilega leiki á mótinu og glæsileg tilþrif. BH-ingar tóku 22 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn og voru verðlaunahafar eftirfarandi:
Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í úrvalsdeild
Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild
Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild
Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild og tvenndarleik í 1. deild
Daníel Ísak Steinarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1. deild
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1. deild
Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í 1. deild
Sebastian Vignisson, 1. sæti í tvíliðaleik í 2. deild og 2.sæti í tvenndarleik í 1. deild
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik og 2. sæti í tvíliðaleik í 2. deild
Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 2. deild
Katrín Stefánsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 2. deild
Kári Þórðarson, 1.sæti í tvenndarleik í 2. deild
Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook og nánari úrslit hér á tournamentsoftware.com.

Comments