Þessa dagana er hópur BH-inga að safna sér fyrir keppnisferðum framundan, bæði móti í Osló í maí og á Siglufirði í haust. Til sölu eru spennandi vörur frá Nightsearcher/Rafeiningu og flottir nafnamerktir Polar Camel brúsar. Hvetjum öll til að styrkja okkar fólk með kaupum á þessum fínu vörum sem má sjá nánari upplýsingar um hér fyrir neðan. Hægt er að panta til og með 9. mars.

Nafnamerktur Polar Camel 900 ml brúsi sem heldur bæði heitu og köldu. Hægt að velja um svartan eða hvítan brúsa. Snilld fyrir þau sem eru alltaf að týna brúsum því það fer ekki á milli mál hver á þennan. Gæða brúsi með góðum stút og röri. Heldu köldu lengi og auðvelt er að þrífa. Verð 7.900 kr.

Roostar 500 lyklakippuljós frá Nightsearcher. Hægt að hlaða með USB C snúru. Öflugt ljós sem gott er að grípa í t.d. þegar eitthvað týnist í bílnum eða skráagatið finnst ekki í myrkrinu. Töluvert meiri lýsing frá þessu en t.d. ljósinu í símanum þínum. Sjá nánar hér. Verð 3200 kr.

Lifeguard eða lífvörðurinn ætti að vera til taks í öllum bílum. Fimm tæki komin saman í eitt. Aðvörunarljós, ljós með víðum og langdrægum ljósgeisla, hníf til þess að skera bílbelti og búnað til að brjóta rúðu í neyð. Sjá nánar hér. Verð 5.300 kr.

Nightsearcher húfa með háum og láum geisla ásamt rauðu ljósi sem er tilvalin í gönguferðir í myrkri og útivinnuna. Sjá nánar hér. Verð 5.000 kr.
Sendu okkur póst á bh@bhbadminton.is ef þú þarft nánari upplýsingar um þessa söfnun eða vilt komast í samband við sölufólk.
Takk fyrir stuðninginn.
Comments