top of page
Search

BH er Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Updated: Dec 20, 2024

Það var líf og fjör í Íþróttahúsinu í Strandgötu fimmtudagskvöldið 19. desember þegar Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ mætti til að veita Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og báðum deildum þess viðurkenningu fyrir að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Hjá Borðtennisdeild BH var bandaprófum að ljúka þar sem iðkendur fá metið hvernig þeim gengur að bæta sig í mikilvægum þáttum íþróttarinnar en prófin eru framkvæmd í lok hverrar annar. Hjá Badmintondeild BH var vikulegt Fimmtudagsspil í gangi þar sem troðfullur salur af iðkendum félagsins 13 ára og eldri keppti í tvíliðaleik.


Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd aðalstjórnar, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, formaður Borðtennisdeildar BH, fyrir hönd borðtennisdeildar og Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BH, fyrir hönd badmintondeildar. Með þeim var hópur iðkenda á öllum aldri auk þjálfara. Einnig var formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, Hrafnkell Marinósson, viðstaddur til að óska félaginu til hamingju með viðurkenningarnar.


Erla Björg, formaður BH, þakkaði Önnu Lilju framkvæmdstjóra fyrir að halda utan um vinnuna við umsóknina og sagði: "Við erum ánægð og stolt að vera búin að fá Fyrirmyndarfélagsviðurkenninguna aftur. Skýrar stefnur og verklag hjálpa öllum sem að starfinu koma og ýta undir fagleg vinnubrögð sem við viljum svo sannarlega vera þekkt fyrir. Gátlisti Fyrirmyndarfélagsins er frábær fyrir félög sem vilja yfirfara sín mál og tryggja að allt sé í réttum skorðum. Við erum sannfærð um að vinnan sem við lögðum í verkefnið muni hjálpa okkar góða félagi að vaxa og blómstra enn frekar.”


Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sagði við afhendinguna: "Mér finnst mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að afhenda þessa viðurkenningu í dag því ég tók á móti henni sem formaður BH þegar félagið varð fyrst Fyrirmyndarfélag árið 2009. Það skal þó sagt að ég kom á engan hátt að ferlinu núna því það er í höndum starfsfólks ÍSÍ að fara yfir umsóknir og samþykkja þær."


Handbækur beggja deilda félagsins og aðalstjórnar ásamt lögum og stefnum má finna hér.


Glæsilegur hópur sem fagnaði því að BH væri orðið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Glæsilegur hópur sem fagnaði því að BH væri orðið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.


Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, BH, Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, formaður Borðtennisdeildar BH, og Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ.
Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, Anna Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, BH, Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, formaður Borðtennisdeildar BH, og Hörður Þorsteinsson, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ.


Jóhannes Bjarki, formaður borðtennisdeildar BH, Ingimar Ingimarsson þjálfarar og fjórir ungir iðkendur í borðtennissal félagsins að athöfn lokinni.
Jóhannes Bjarki, formaður borðtennisdeildar BH, Ingimar Ingimarsson þjálfarar og fjórir ungir iðkendur í borðtennissal félagsins að athöfn lokinni


Fimmtudagsspil BH í badminton í fullum gangi fyrir og eftir afhendingu viðurkenninganna.
Fimmtudagsspil BH í badminton í fullum gangi fyrir og eftir afhendingu viðurkenninganna.

Comentarios


bottom of page