top of page
Search

BH áskorun í samkomubanni

Næstu tvær vikur fá iðkendur og þjálfarar ekki að hittast í Strandgötu vegna samkomubanns. Í staðinn langar okkur að fá alla með í smá áskorun sem hentar fyrir alla aldurshópa og gengur útá það að fara út að hreyfa sig og gera nokkrar einfaldar styrktaræfingar. 

Áskorunin stendur yfir í rúmar tvær vikur, frá og með mánudeginum 2.nóvember til og með þriðjudeginum 17.nóvember. Allir sem klára áskorunina fara í pott og eiga möguleika á flottum vinningum. Á meðal vinninga er leiga á íþróttahúsinu við Strandgötu í 3 klst sem hentar vel fyrir afmælisveislu eða fjölskylduboð, gjafabréf hjá RSL, pizza o.fl. Allir iðkendur eru hvattir til að taka þátt og draga foreldra og systkini með sér.

Áskorunin skiptist í tvennt, annarsvegar að fara út að hreyfa sig og hinsvegar að gera æfingar heima í stofu. Fylla þarf út fjölda æfinga og km hvern dag á eyðublað sem má finna inná Facebook grúppunni BH áskorun (eða sambærilegt sem þið búið til sjálf) og fá einhvern fjölskyldumeðlim til að kvitta uppá það. Skila þarf mynd af eyðublaðinu útfylltu á bhbadminton@hotmail.com eða inná Facebook grúppuna BH áskorun eigi síðar en 17.nóvember. Ganga, hlaupa eða hjóla Það er svo mikilvægt að fara út og fá sér súrefni og hreyfa sig þessa dagana. Til að fara í verðlaunapottinn þarf að ganga, hlaupa eða hjóla að lágmarki eftirfarandi fjölda km á tímabilinu:


  • U9-U11 - 22 km 

  • U13-U15 - 44 km (hjólaðir km gilda 50% í þessum aldurshópi þ.e. 10 km hjól = 5 km)

  • U17 og eldri - 66 km (hjólaðir km gilda 1/3 í þessum aldurshópi þ.e. 9 km hjól = 3 km)

Til að staðfesta fjölda km er einfaldast að ná sér í Strava forritið í símann sinn og skrá þar hverja hreyfingu utandyra. Einnig mörg úr og önnur öpp sem geta mælt fjölda kílómetra.     

Æfingar Það eru fjórar einfaldar æfingar í BH áskoruninni: Sprellikarlar, armbeygjur á hnjám eða tám, burpees og sipp eða hopp jafnfætis. Fjöldi sem hver og einn þarf að gera fer eftir aldri og má sjá á eyðublaði áskorunarinnar en þar eru einnig myndir af æfingunum.

Kynningarfundur á zoom.us - mánudag kl.18:00 Það verður kynningarfundur á zoom.us mánudaginn 2.nóvember klukkan 18:00-18:30 fyrir iðkendur, foreldra og forráðamenn. Á fundinum kynna þjálfarar BH áskorunina, æfingarnar sem þarf að gera og svörum spurningum ef einhverjar eru. Slóð á fundinn ættu allir að vera búnir að fá senda í tölvupósti. Hafið samband á bhbadminton@hotmail.com ef hún hefur ekki borist. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að vera dugleg að hreyfa sig. Hjálpumst nú að við að hvetja hvert annað áfram og tökum þátt. Við komumst í gegnum þetta saman!Comentarios


bottom of page