top of page
Search

Badminton unglinga á RIG um helgina

Um helgina fer fram keppni í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum. Mótið fer fram í TBR húsunum og taka 159 börn og unglingar þátt, þar af 36 BH-ingar. Einnig eru á meðal keppenda um 50 Færeyingar og verður gaman fyrir íslensku krakkana að spreyta sig á móti þeim.


Keppni hefst klukkan 9:00 bæði laugardag og sunnudag. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar, gott er að vera mætt í hús eigi síðar en 30 mínútum áður en áætlað er að leikur hefjist. Keppni í U11 flokknum hefst klukkan 11:00 á sunnudag og eru leikir í þeim flokki ekki tímasettir, allir mæta 10:45 í síðasta lagi.


Þjálfarar BH á mótinu verða Kjartan og Erla á laugardag og Kjartan og Sólrún á sunnudag. Mjög mikilvægt er að láta Kjartan vita ef upp koma veikindi eða önnur forföll í síma 8974184.


Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!



bottom of page