top of page
Search

Akureyrarferð

Helgina 28.-29.september fer Haustmót KA fram í KA húsinu á Akureyri. Keppt verður í unglingaflokkunum U11-U19 og verður rútuferð á vegum BH norður. Þetta er alltaf skemmtileg ferð sem við mælum með fyrir alla sem hafa einhverja reynslu af því að keppa. Þetta er eina ferðin á hverjum vetri þar sem er gist og því um að gera að nýta tækifærið. Foreldrar sem vilja bjóða sig fram í fararstjórn mega gjarnan hafa samband. Amk tveir þjálfarar fara með og gott að hafa 1-3 foreldra til aðstoðar.


Dagskrá

Mótið hefst klukkan 9:00 á laugardag og er stefnt að því að ljúka mótinu fyrir klukkan 16 á sunnudag.

Reiknað er með brottför frá Strandgötu í kringum hádegi á föstudag og heimkomu um klukkan 22 á sunnudag.

Keppnisfyrirkomulag

Keppt er í A flokkum unglinga og því hentar mótið ekki vel fyrir þau sem ekki hafa keppt áður. Í einliðaleik verður spilað í riðlum en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.


Kostnaður

Áætlaður kostnaður fyrir utan nesti og mat sem krakkarnir kaupa sjálf er eftirfarandi:

Rúta 6.600 kr (óstaðfest - fer eftir fjölda)

Mótsgjöld 2.000 kr.

Gisting með morgunverði 4.400 kr (tvær nætur)

Kvöldmatur föstudag 2.000 kr (óstaðfest)

Kvöldmatur laugardag 2.000 kr (óstaðfest)

Samtals: 17.000 kr.


Skráning

Foreldrar þurfa að skrá sín börn með því að senda póst á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en á föstudaginn 20.september. Í tölvupóstinum þurfa að vera upplýsingar nafn keppanda, kennitölu, nöfn meðspilara og símanúmer foreldra.


Vonum að sem flestir geti farið með í þessa skemmtilegu ferð.



BH hópurinn sem keppti á Siglufirði í september 2018.

bottom of page