top of page
Search

25 bikarmeistarar krýndir um helgina

Bikarmót BH 2019 fór fram í Strandgötunni um helgina. 114 keppendur frá sex félögum voru skráðir til þátttöku. Keppt var í einliðaleik í riðlum sem voru getuskiptir og hlaut sigurvegari í hverjum riðli bikar og titilinn bikarmeistari síns flokks. Einnig fengu allir þátttakendur glaðning sem var lítil badmintonkúla sem hægt er að festa á glugga að spegil.


Mótið gekk mjög vel fyrir sig og voru spilaðir margir jafnir og skemmtilegir leikir. Í sumum flokkum þurfti að telja lotur og stig til að finna út hver væri sigurvegari.


Bikarmeistarar 2019 voru:

 • Óðinn Magnússon, TBR - U11A

 • Björn Ágúst Ólafsson, BH - U11B

 • Kristófer Davíðsson, BH - U11C

 • Jóhannes Benediktsson, BH - U11D

 • Katla Sól Arnarsdóttir, BH - U11A

 • Angela Líf Kuforiji, BH - U11B

 • Iðunn Jakobsdóttir, TBR - U11C

 • Arnar Freyr Fannarsson, ÍA - U13A

 • Tómas Orri Hauksson, Aftureldingu - U13B

 • Ágúst Páll Óskarsson, Aftureldingu - U13C

 • Stefán Logi Friðriksson, BH - U13D

 • Símon Hrafn Karlsson, BH - U13E

 • Sóley Birta Grímsdóttir, ÍA - U13A

 • Harpa Huazi Tómasdóttir, Hamar - U13B

 • Gabríel Ingi Helgason, BH - U15A

 • Viggó Magnússon, Hamar - U15B

 • Jón Sverrir Árnason, BH - U15C

 • Jón Víðir Heiðarsson, BH - U15D

 • Brynjar Gauti Pálsson, BH - U15E

 • María Rún Ellertsdóttir, ÍA - U15A

 • Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR - U17A

 • Karen Guðmundsdóttir, BH - U17B

 • Steinþór Emil Svavarsson, BH - U17A

 • Freyr Víkingur Einarsson, BH - U17-U19B

 • Björk Orradóttir, TBR - U19A

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com og myndir af þátttakendum á Facebook síðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.


Keppendur í U17-U19B. Frá vinstri Þorleifur Fúsi, Freyr Víkingur, Kristján Ásgeir.

ความคิดเห็น


bottom of page