top of page
Search

Æfingar hefjast 3.janúarGleðilegt nýtt ár kæru félagar og takk fyrir samveruna, jákvæðnina og stuðninginn á því stórfurðulega ári 2020.


Æfingar Badmintonfélags Hafnarfjarðar hefjast aftur eftir stutt áramótafrí sunnudaginn 3.janúar 2021. Líkt og fyrir áramót eru það aðeins börn og unglingar fædd 2005 og yngri og keppnishópar sem mega æfa vegna samkomutakmarkanna. Skráning er í fullum gangi á vefsíðunni bh.felog.is. Þau sem skráðu sig í allan veturinn í haust þurfa ekki að skrá sig aftur, aðeins þau sem skráðu sig einungis á haustönn og nýir iðkendur.


Æfingataflan verður sú sama og fyrir jól (sjá nánar hér fyrir neðan). Athugið að aukaæfingar munu falla niður þegar æfingar fullorðinshópanna hefjast aftur, vonandi verður það eigi síðar en 13.janúar.

Comments


bottom of page