top of page
Search

Vordagskráin - Veturinn að klárast

Updated: May 25, 2022

Það er vor í lofti og styttist í að badmintonveturinn klárist hjá okkur. Síðasti hefðbundni æfingadagur vetrarins er 24.maí en nokkrir viðburðir eru á dagskrá dagana þar í kring sem við viljum vekja athygli á.


25.maí - Sumargleði fyrir U9 og U11 hópana kl.17-18:30 (U13 sem ekki komast í maraþonið velkomin líka) 25.maí - Síðasta tvíliðaleiksspil kl.18:30-20:30

30.maí - Trimmmót BH - Tvíliðaleiksmót fyrir fullorðinshópa kl. 20-22 (mæting og skráning kl.20) 31.maí - Síðasti æfingadagur hjá almenningshópum sem leigja velli

3.júní - Badmintonmaraþon fyrir U13-U19 hópana frá kl.16 til 10 næsta morgun (nánar síðar)

4.júní - Lokahóf fyrir 18 ára og eldri kl.19-00 (kaupa miða hér)


Sumarnámskeiðin hefjast 13.júní og má finna nánari upplýsingar um þau hér. Hvetjum börn og unglinga til að nýta sér námskeiðin til að halda badmintonkunnáttunni við í sumar.


Æfingar fyrir keppnishópa og þau sem stefna á þátttöku í mótum erlendis í lok sumars verða settar inn í Sportabler fljótlega.


Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar kæru félagar.Comments


bottom of page