top of page
Search

Vel heppnuð ferð til Siglufjarðar

Um helgina fóru 35 BH-ingar til Siglufjarðar til að taka þátt í Unglingamóti TBS. Ferðin norður á Siglufjörð er árleg og alltaf einn af hápunktum vetrarins hjá okkur.


Hópurinn tók rútu norður um hádegi á föstudag og var stoppað á Blönduósi á leiðinni þar sem farið var í sund og snæddur kvöldverður á Krúttinu í gamla bænum. Gist var í félagsmiðstöðinni á Siglufirði, morgunverður snæddur í bakaríinu og á laugardagskvöldinu var pizzuveisla á Torginu. Keppt var í einliðaleik á laugardag og tvíliða- og tvenndarleik á sunnudag. Að keppni lokinni eftir hádegi á sunnudag var svo haldið heim í Hafnarfjörð og komu þreyttir ferðalangar þangað um klukkan 21 á sunnudagskvöld.


Þjálfarar í ferðinni voru Elín Ósk, Kjartan Ágúst og Sólrún Anna og voru þau virkilega ánægð með hópinn sem stóð sig vel bæði innan vallar og utan. Ljósmyndari BH á staðnum var Kristján Pétur Hilmarsson og má finna fjöldan allan af skemmtilegum myndum sem hann tók í ferðinni hér á Facebooksíðu BH. (fleiri myndir væntanlegar)


BH-ingar voru sigursælir á mótinu og komu með 28 verðlaun með sér heim. Stefán Logi Friðriksson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U17-U19 flokknum. Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:

  • Kári Bjarni Kristjánsson, 1.sæti í einliðaleik í U11

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U11 og tvíliðaleik í U13

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U13

  • Birnir Hólm Bjarnason, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U13

  • Birnir Breki Kolbeinsson, 1.sæti í einliðaleik í U13B

  • Daniel Schuldeis, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Dagur Örn Antonsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Helgi Sigurgeirsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Lúðvík Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliða- og tvenndarleik í U19 og tvíliðaleik í U17-U19

  • Angela Líf Kuforji, 1.sæti í tvenndarleik í U17

  • Björn Ágúst Ólafsson, 1.sæti í einliðaleik í U17

  • Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í einliðaleik í U17

  • Eiríkur Svani Örvar, 1.sæti í einliðaleik í U17-U19B

  • Sólon Chance Sigurðsson, 2.sæti í einliðaleik í U17-U19B

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliðaleik í U17 og 1.sæti í tvenndarleik í U19

  • Jón Víðir Heiðarsson, 1.sæti í tvenndarleik í U19

  • Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U19

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U19

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Þökkum Siglfirðingum fyrir frábærar mótttökur eins og alltaf. Hlökkum til næstu ferðar norður.



BH hópurinn sem tók þátt í Unglingamóti TBS um helgina
BH hópurinn sem tók þátt í Unglingamóti TBS um helgina

Comentarios


bottom of page