top of page
Search

Vel heppnað mót - nýjar keppnismotur

Um helgina fór Meistaramót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var á nýjum keppnismottum félagsins sem komu í hús rétt fyrir mótið og var mikil ánægja með þær. Nýju motturnar eru frá Yonex og leysa af hólmi gamlar handboltamottur sem breytt var í badmintonvelli árið 2009 þegar BH átti 50 ára afmæli.

Um 100 keppendur frá 5 félögum voru skráðir til keppni en keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðinna. Sigursælastir voru þeir Kristófer Darri Finnsson úr TBR sem vann þrefallt í meistaraflokki og Brynjar Már Ellertsson sem sigraði þrefallt í A flokki.

17 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu og voru þeir eftirfarandi:

- Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða í m.fl. - Elvar Már Sturlaugsson, 2.sæti í einliða í A.fl. - Rakel Rut Kristjánsd., 1.sæti í einliða og tvenndar í B.fl. - Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvenndar í B.fl. - Kristian Oskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í einliða í B.fl. - Daníel Ísak Steinarsson, 2.sæti í tvíliða í A.fl. - Þórður Skúlason, 2.sæti í tvíliða í A.fl. - Sebastian Vignisson, 1.sæti í tvíliða í B.fl. - Hilmar Ársæll Steinþórsson, 2.sæti í einliða í B.fl. - Erla Hafsteinsdóttir, 2.sæti í tvíliða og tvenndar í m.fl. - Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í A.fl. - Kristján Arnór Kristjánsson, 1.sæti í tvenndar í B.fl. - Borgar Ævar Axelsson, 2.sæti í tvenndar í A.fl. - Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í B.fl. - Anna Ósk Óskarsdóttir, 2.sæti í tvíliða og tvenndar í B.fl. - Karen Guðmundsdóttir, 2.sæti í tvíliða í B.fl. - Anna Lilja Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í A.fl.

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.

Líkt og undanfarin ár fóru verðlaunahafar heim með glæsileg verðlaun af Meistaramóti BH sem velunnarar félagsins gáfu. Líklega hafa verðlunin aldrei verið glæsilegri en í ár en í boði voru meðal annars skartgripir, heyrnatól, pönnur, gjafabréf á veitingastaði og snyrtivörur. Við þökkum þeim sem gáfu verðlaun kærlega fyrir frábært framlag.

Takk fyrir helgina kæru keppendur, dómarar, teljarar, þjálfarar, áhorfendur. Þetta geggjaða lið á meðfylgjandi mynd (og nokkrir til viðbótar) rúllaði upp keppnismottunum, gekk frá og sinnti fullt af öðrum verkum um helgina. Án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.


Comments


bottom of page