Um helgina fór Meistaramót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppt var á nýjum keppnismottum félagsins sem komu í hús rétt fyrir mótið og var mikil ánægja með þær. Nýju motturnar eru frá Yonex og leysa af hólmi gamlar handboltamottur sem breytt var í badmintonvelli árið 2009 þegar BH átti 50 ára afmæli.
Um 100 keppendur frá 5 félögum voru skráðir til keppni en keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðinna. Sigursælastir voru þeir Kristófer Darri Finnsson úr TBR sem vann þrefallt í meistaraflokki og Brynjar Már Ellertsson sem sigraði þrefallt í A flokki.
17 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu og voru þeir eftirfarandi:
- Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða í m.fl.
- Elvar Már Sturlaugsson, 2.sæti í einliða í A.fl.
- Rakel Rut Kristjánsd., 1.sæti í einliða og tvenndar í B.fl.
- Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvenndar í B.fl.
- Kristian Oskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í einliða í B.fl.
- Daníel Ísak Steinarsson, 2.sæti í tvíliða í A.fl.
- Þórður Skúlason, 2.sæti í tvíliða í A.fl.
- Sebastian Vignisson, 1.sæti í tvíliða í B.fl.
- Hilmar Ársæll Steinþórsson, 2.sæti í einliða í B.fl.
- Erla Hafsteinsdóttir, 2.sæti í tvíliða og tvenndar í m.fl.
- Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í A.fl.
- Kristján Arnór Kristjánsson, 1.sæti í tvenndar í B.fl.
- Borgar Ævar Axelsson, 2.sæti í tvenndar í A.fl.
- Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í B.fl.
- Anna Ósk Óskarsdóttir, 2.sæti í tvíliða og tvenndar í B.fl.
- Karen Guðmundsdóttir, 2.sæti í tvíliða í B.fl.
- Anna Lilja Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í A.fl.
Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.
Líkt og undanfarin ár fóru verðlaunahafar heim með glæsileg verðlaun af Meistaramóti BH sem velunnarar félagsins gáfu. Líklega hafa verðlunin aldrei verið glæsilegri en í ár en í boði voru meðal annars skartgripir, heyrnatól, pönnur, gjafabréf á veitingastaði og snyrtivörur. Við þökkum þeim sem gáfu verðlaun kærlega fyrir frábært framlag.
Takk fyrir helgina kæru keppendur, dómarar, teljarar, þjálfarar, áhorfendur. Þetta geggjaða lið á meðfylgjandi mynd (og nokkrir til viðbótar) rúllaði upp keppnismottunum, gekk frá og sinnti fullt af öðrum verkum um helgina. Án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.
Comments