Upplýsingafundur á fimmtudag og engar æfingar
- annaliljasig
- Sep 6, 2023
- 1 min read
Fimmtudaginn 7.september verða engar badmintonæfingar hjá BH. Íþróttasalurinn er upptekinn allan daginn vegna Busaballs Flensborgarskólans. Í staðinn verður boðið uppá upplýsingafund fyrir foreldra og iðkendur þar sem þjálfarar vetrarins verða kynntir, farið yfir mótamál o.fl. sem gott er að hafa á hreinu í upphafi vetrar. Allir iðkendur eiga að vera búnir að fá upplýsingar um fundinn í Sportabler. Ef það hefur ekki skilað sér er best að senda póst á bh@bhbadminton.is.

Comments