top of page
Search

Unglingameistaramót TBR - RIG 2020

Barna- og Unglingameistaramót TBR 2020 í badminton verður haldið í TBR húsum

1. – 2. febrúar. Mótið er hluti af REYKJAVIK INTERNATIONAL GAMES 2020.


Keppt verður í öllum greinum í eftirtöldum flokkum:

Hnokkar / tátur U-13 ára fædd 2007 og síðar

Sveinar / meyjar U-15 ára fædd 2005 og 2006

Drengir / telpur U-17 ára fædd 2003 og 2004

Piltar / stúlkur U-19 ára fædd 2001 og 2002


Um er að ræða A flokka unglinga og því hentar þetta mót ekki fyrir byrjendur og þau sem lítið hafa keppt. Von er á erlendum þátttakendum á mótið líkt og undanfarin ár og því má búast við harðri keppni.


Keppni hefst klukkan 9 báða dagana, en undanúrslit og úrslit verða á sunnudeginum. Þeir sem tapa fyrsta einliðaleik í U-13 og U-15 ára fara í aukaflokk. Í U-17 og U-19 ára er keppt í riðlum í einliðaleik.


Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1800 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


BH-ingar sem vilja skrá sig þurfa að senda póst á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en laugardaginn 25.janúar.



Badmintonauglýsing Reykjavíkurleikanna

Comments


bottom of page