top of page
Search

Sumarnámskeið 2020

Updated: May 30, 2020

Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður upp á badminton- og borðtennisnámskeið í sumar fyrir byrjendur og lengra komna krakka á aldrinum 6-16 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu og því ættu allir að fá að njóta sín. Námskeiðin fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

 

Í boði eru sjö viku löng námskeið þar sem þátttakendur mæta í 3-7 klst á dag. Allir fá ávexti í stuttu hléi fyrir og eftir hádegi og léttan hádegismat ef um heilsdags námskeið er að ræða. Á föstudögum er grillveisla í hádeginu sem öllum þátttakendum er boðið í. Boðið er uppá fría gæslu frá 8:30-9:00 og 16:00-16:30.


Misjafnar áherslur verða á hverju námskeiði og því hægt að skrá sig á eins mörg námskeið og hverjum og einum hentar. Þátttakendur þurfa að mæta í íþróttafötum og gjarnan í innanhússkóm (þau sem eiga ekki innanhús skó ættu að vera á tánum til að renna ekki). Einnig mikilvægt að vera klædd eftir veðri því farið verður út í stuttar ferðir á hverjum degi. Hægt er að fá lánaða spaða og kúlur á staðnum.


Una Hrund Örvar hefur yfirumsjón með badmintonkennslunni og Tómas Ingi Shelton með borðtenniskennslunni. Þau eru bæði reynslumiklir þjálfarar og meistaraflokksleikmenn í sínum greinum. Einnig mun Anna Lilja Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og badmintonþjálfari, starfa við námskeiðin ásamt duglegum badmintonungmennum sem verða til aðstoðar.


Skráning og greiðsla fer fram í Nóra kerfinu á vefslóðinni https://bh.felog.is/. Opnað verður fyrir skráningu 30.maí.


Námskeið í boði

Vika 1 - 15.-19.júní (4 dagar - ekki 17.júní) Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12 Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði

Vika 2 - 22.-26.júní

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði

Vika 3 - 29.júní - 3.júlí

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði


Vika 4 - 6.-10.júlí

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði


Vika 5 - 13.-17.júlí

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði


Vika 6 - 4.-7.ágúst (4 dagar)

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði


Vika 7 - 10.-14.ágúst

Badminton 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.9-12

Badminton 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.13-16

Borðtennis 6-12 ára byrjendur og styttra komnir kl.13-16

Borðtennis 10-16 ára vanir keppniskrakkar kl.9-12

Badminton og borðtennis kl.9-16 með léttum hádegisverði


Verð


Hálfur dagur

5.000 kr vikan ef keypt er ein vika (4000 kr ef 4 dagar) 1.000 kr afsláttur af seinni viku ef keyptar eru tvær vikur eða tvö börn skráð 2.000 kr afsláttur af þriðju og fjórðu viku ef barn/börn er skráð í þrjár vikur eða fleiri


Heill dagur 9.500 kr vikan ef keypt er ein vika (8000 kr ef 4 dagar) 1.500 kr afsláttur af seinni viku ef keyptar eru tvær vikur eða tvö börn skráð 3.000 kr afsláttur af þriðju og fjórðu viku ef barn/börn er skráð í þrjár vikur eða fleiri


Athugið að afslátturinn kemur því miður ekki sjálfkrafa inn, velja þarf að greiða með millifærslu ef keypt eru fleiri en tvö námskeið og óska eftir í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com að afslátturinn sé settur inn.


Börn og unglingar sem voru skráð í badminton eða borðtennis hjá BH á vorönn 2020 fá eina fría viku allan daginn eða tvær vikur hálfan daginn vegna æfingahlés sem gert var í samkomubanninu. Foreldrar þeirra velja að greiða með millifærslu og senda póst á bhbadminton@hotmail.com til að láta vita að þau ætli að nýta sér fría viku.


Innifalið eru ávextir í hléi, grillveisla síðasta daginn og léttur hádegisverður aðra daga fyrir þau sem eru skráð allan daginn.

Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í gegnum bhbadminton@hotmail.com og í síma 8686361 (Anna Lilja).


Badminton og borðtenniskrakkar að leik
Það verður spaðagleði í Strandgötunni í sumar

Comentarios


bottom of page