top of page
Search

Stelpurnar okkar í Frakklandi

Í vikunni verða fimm BH stelpur í Frakklandi í verkefnum á vegum Badmintonsambands Íslands.


Erla Björg Hafsteinsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir eru að keppa á EM kvennalandsliða með A landsliðinu og Sólveig Ósk Jónsdóttir er dómari á sama móti. Íslensku stelpurnar hefja keppni klukkan 11:00 í dag og er hægt að finna nánari upplýsingar og slóð á beina útsendingu hér á badminton.is.


Halla Stella Sveinbjörnsdóttir er að keppa á EM U15 og Irena Ásdís Óskarsdóttir sem er í stjórn BSÍ er fararstjóri. Keppni hjá Höllu og félögum í U15 liðinu hefst á föstudaginn og má finna niðurröðun og nánari upplýsingar hér á badminton.is.


Við sendum þeim að sjálfsögðu bestu óskir um gott gengi í Frakklandi. Áfram Ísland!


Halla Stella Sveinbjörnsdóttir keppir með U15 landsliðinu í Frakklandi um helgina.
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir keppir með U15 landsliðinu í Frakklandi um helgina.
Sólrún og Erla keppa á EM kvennalandsliða í Frakklandi
Sólrún og Erla keppa á EM kvennalandsliða í Frakklandi

Comentarios


bottom of page