top of page
Search

Stórmót í Strandgötu um helgina

Um helgina fer Meistaramót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Mótið er hluti af mótaröð badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Margt af besta badmintonfólki landsins tekur þátt en keppt er í meistara-, A og B flokkum fullorðinna. Þátttakendur eru um 100 talsins frá 5 félögum, þar af 40 BH-ingar.

Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur kl.17-22 2 umferðir í einliðaleik í öllum flokkum

Laugardagur kl.10-16 Einliðaleikur - keppni klárast í öllum flokkum

Sunnudagur kl.9-18 kl. 9 - Tvíliðaleikur hefst kl.13:30 - Tvenndarleikur hefst

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja.

Eins og venjulega eru tímasetningar birtar með fyrirvara. Ekki er ólíklegt að tímaáætlun raskist ef mikið verður um langa leiki og einnig gætu leikir byrjað fyrr ef mótið gengur hraðar fyrir sig. Biðjum keppendur að vera mætta í hús 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma.

Allar æfingar í Strandgötu falla niður um helgina vegna mótsins en við hvetjum fólk samt til að mæta í húsið og horfa á skemmtilegt mót. Óskum sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa til við frágang eftir mótið um kl.17:30-18 á sunnudaginn.

Sjáumst í Strandgötunni!

Comments


bottom of page