top of page
Search

Skemmtilegt mót í Mosó um helgina

Um helgina fór Unglingamót Aftureldingar fram í Mosfellsbænum. Boðið var uppá keppni í bæði A og B getustigi í öllum greinum í U13-U19 sem var virkilega skemmtilegt. Lítið hefur verið um mót sem bjóða uppá getuskiptingu í tvíliða- og tvenndarleik og þetta því skemmtileg tilbreyting sem bauð uppá jafnari og skemmtilegri leiki.


Frá BH voru 25 leikmenn skráðir til keppni sem stóðu sig vel. Margir persónulegir sigrar unnust en einnig komu 27 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:


 • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einiðaleik í U13A og 1.sæti í tvíliðaleik í U15A

 • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A

 • Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A

 • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A

 • Aron Snær Kjartansson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U13B

 • Birnir Breki Kolbeinsson, 1.sæti í einliðaleik í U13B

 • Daniel Schuldeis, 2.sæti í tvíliðaleik í U13B

 • Sigurður Bill Arnarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13B

 • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U15A

 • Lúðvík Kemp, 1.sæti í einliðaleik, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U15A

 • Dagur Örn Antonsson, 2.sæti í einliðaleik í U15A

 • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U15A

 • Baldur Freyr Friðriksson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

 • Sölvi Leó Sigfússon, 2.sæti í tvíliðaleik í U15B

 • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í einliðaleik í U17A

 • Angela Líf Kufoiji, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í U17A

 • Yuna Ír Thakham, 1.sæti í tvíliðaleik í U17A og 2.sæti í einliðaleik í U17B

 • Guðmar Gauti Jónsson, 2.sæti í einliðaleik í U17B

 • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U17A

 • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U17A


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Fjórir BH-ingar á verðlaunapalli í U13B flokknum. Aron Snær og Birnir Breki í 1.sæti. Siggi Bill og Daniel í 2.sæti.
Fjórir BH-ingar á verðlaunapalli í U13B flokknum. Aron Snær og Birnir Breki í 1.sæti. Siggi Bill og Daniel í 2.sæti.


Myndir af öllu verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook.

תגובות


bottom of page