top of page
Search

Síðustu mót vetrarins í Strandgötu

Þá fer keppnistímabilinu í badminton senn að ljúka á Íslandi. Síðustu mót vetrarins verða haldin hjá okkur í Strandgötu og hvetjum við öll keppnisglöð til að vera með. Eitt mótið er fyrir fullorðna en hin tvö fyrir börn og unglinga.


Meistaramót Íslands - 26.-29.apríl 2023


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Hafnarfirði


Flokkar: Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Hentar aðeins fyrir vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Hægt að fá undanþágu frá aldri í sérstökum tilfellum.


Keppnisfyrirkomulag: Hreinn útsláttur í öllum flokkum og greinum. Keppni getur hafist milli kl.16 og 18 bæði miðvikudag og fimmtudag og milli 15 og 17 á föstudag. Þá er áætlað að úrslit hefjist milli kl. 9 og 10 á laugardeginum og mótið klárist þann dag. Tímasetninga eru að sjálfsögðu háðar fjölda skráninga.


Mótsgjöld: 4.500 kr fyrir einliðaleik og 3.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöld inn eigi síðar en á mánudegi eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur fimmtudaginn 13.apríl.


Glæsilegt lokahóf Badmintonsambands Íslands verður haldið laugardagskvöldið 29. apríl. Nánari upplýsingar um það koma síðar en leikmenn eru hvattir til að taka kvöldið frá.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Bikarmót BH - 5.-7.maí 2023


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Hafnarfirði


Flokkar: U13-U19 - öll getustig


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í einliðaleik í riðlum og á keppnismottum BH. Riðlarnir verða getuskiptir og verður notast við styrkleikalista BSÍ og ráðleggingar frá þjálfurum við röðun í riðla. Leitast verður við að hafa 4-5 í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra þátttakenda. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina aldursflokka ef þess gerist þörf. Sigurvegari í hverjum riðli fær bikar í verðlaun. Allir þátttakendur fá glaðning fyrir þátttökuna.


Það kemur í ljós fljótlega eftir að skráning liggur fyrir hvaða flokkur spilar hvaða dag og á hvaða tíma. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir.


Mótsgjöld: 2.500 kr á mann og greiðist í Sportabler.


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler eða í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is og lýkur föstudaginn 28.apríl.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.


Snillingamót BH - 6.-7.maí 2023


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu Hafnarfirði


Flokkar: U9 og U11 - Hentar fyrir öll getustig. U11 krakkar sem hafa keppt mikið eru hvött til að keppa frekar á Bikarmóti BH sem fer fram sömu helgi.


Keppnisfyrirkomulag: Spilaður verður einliðaleikur á hálfum velli. Í U9 er völlurinn styttri, notast við næst öftustu endalínu. Spilaðar verða lotur í 21 stig og fá allir amk. 4 lotur. Dagskrá er eftirfarandi:

U9 (fædd 2014 og síðar) - Spila laugardaginn 6.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45

U11 (fædd 2012 og 2013) - Spila sunnudaginn 7.maí kl.9:00-11:00, mæting 8:45


Mótsgjöld: 1.500 kr á mann


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler eða í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is og lýkur þriðjudaginn 2.maí.


Keppni í fullum gangi á keppnismottum BH í Strandgötu.
Það verður sannkölluð badmintonveisla í Strandgötu í lok apríl og byrjun maí. Þrjú mót á dagskrá og keppt á glæsilegum keppnismottum BH.

Comments


bottom of page