Við ætlum að fagna sumri með leikjum og pizzaveislum í næstu viku og því breytist aðeins dagskráin 27.maí og 28.maí. Fram að því verður hefðbundin dagskrá eins og verið hefur í maí nema á uppstigningardag 21.maí , þá verða ekki æfingar.
Skipulagið næstu daga
Fimmtudagur 21.maí
Íþróttahúsið lokað - Uppstigningardagur
Föstudagur 22.maí Hefðbundin maí æfingatafla
Sunnudagur 24.maí
Hefðbundin maí æfingatafla
Mánudagur 25.maí
Hefðbundin maí æfingatafla
Þriðjudagur 26.maí
Hefðbundin maí æfingatafla
Miðvikudagurinn 27.maí kl.15-16 - U15-U19 - hefðbundin æfing kl.16-17 - Keppnishópur 1 - hefðbundin æfing kl.17-19 - Sumarfögnuður U9 - leikir og pizzaveisla kl.19-20 - Frágangur og undirbúningur fyrir aðalfund kl.20-21 - Aðalfundur
Fimmtudagurinn 28.maí
kl.16-18 - Sumarfögnuður U11-U13 - leikir og pizzaveisla
kl.18-20 - Tvíliðaleikskeppni U15-U19 og keppnishópur 1 - pizza á eftir
kl.20-22 - Tvíliðaleikskeppni keppnishópur 2 og eldri - pizza á eftir
Sumardagskrá
Sumarnámskeiðin okkar hefjast 15.júní og standa til amk 17.júlí. Einnig verður boðið uppá námskeið í ágúst. Hægt verður að kaupa stakar vikur en allir krakkar sem voru skráðir í vetur fá eina viku frítt. Námskeiðin verða fyrir 6-14 ára börn og unglinga, bæði vana og óvana. Nánari tímasetningar og skipulag er í vinnslu og mun liggja fyrir í lok næstu viku en þá hefst einnig skráning.
Sumaræfingar keppnishópa hefjast 2.júní og verða þjálfarar í sambandi við iðkendur í þeim hópum um skipulagið í sumar.
Eldri iðkendur sem ekki eru í keppnishópum en langar að spila badminton í sumar skulu endilega hafa samband á netfangið bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en mánudaginn 25.maí með sínar óskir og við reynum að útvega tíma.

Comments