Fimmtudagurinn 17.maí er síðasti æfingadagur vetrarins hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Vetraræfingar hefjast á ný 3.september. Í sumar verða æfingar fyrir keppnishópa og námskeið fyrir yngri kynslóðina en það verður auglýst nánar í lok mánaðarins.
Dagskráin 17.maí
kl.17:00-19:00 Sumarhátíð fyrir börn og unglinga - Skipt í hópa eftir aldri og flakkað á milli skemmtilegra stöðva - Pizzuveisla í lokin
kl.19:00 Fimmtudagsspil - B-deild
kl.20:20 Verðlaunaafhending Fimmtudagsspilara
kl.20:30 Fimmtudagsspil - A-deild
Sjáumst hress í Strandgötunni!