top of page
Search

Reykjavíkurmót um helgina

  • annaliljasig
  • Mar 18, 2021
  • 1 min read

Um helgina fer Reykjavíkurmót fullorðinna fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið er hluti af Hleðslumótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. 23 BH-ingar taka þátt í mótinu en keppt verður í meistara, A og B flokkum fullorðinna.


Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag verður spilaður einliðaleikur í öllum flokkum og tvenndarleikur í A-flokki. Á sunnudag verða úrslitaleikir í einliðaleik og spilað í tvíliða- og tvenndarleik í öllum flokkum. Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja.


Áhorfendur eru ekki leyfðir á mótinu og þurfa keppendur og þjálfarar að bera grímur utan vallanna. Einnig þurfa allir að muna að þvo hendur og/eða spritta sig fyrir og eftir leiki.


Þjálfarar BH á mótinu verða Erla og Siggi. Mikilvægt er að láta vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll til þjálfara eða í síma 8686361 eða á bhbadminton@hotmail.com.


Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3000 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. BH-ingar þurfa að leggja mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Áfram BH!


Merki Badmintonráðs Reykjavíkur sem heldur Reykjavíkurmótin í badminton.

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page