top of page
Search

Nýtt mót - Tvíliðaleiksmót BH

Unglingamót Þórs í Þorlákshöfn sem átti að fara fram í lok febrúar hefur því miður verið fellt niður. Við BH-ingar höfum því ákveðið að bæta við móti í staðinn, Tvíliðaleiksmóti BH.


Tvíliðaleiksmót BH er nýtt mót sem hentar fyrir öll getustig og verður hjá okkur í Strandgötu 17.-19.febrúar. Keppt verður í tvíliðaleik í riðlum í U13-U19 flokkunum. Hvetjum öll áhugasöm til að skrá sig sama hvort þau séu með tvíliðaleiksfélaga eða ekki. Þjálfarar munu raða stökum leikmönnum saman í pör.


Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði en leikmenn annarra félaga skrá sig hjá þeim.


Helstu upplýsingar um mótið:


Staðsetning: Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði


Flokkar: U13-U19 - Hentar fyrir öll getustig sem finnst gaman að spila tvíliðaleik


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í tvíliðaleik í getuskiptum riðlum. Notast verður við styrkleikalista BSÍ og ráðleggingar frá þjálfurum við röðun í riðla en markmiðið er að riðlarnir verði eins jafnir og mögulegt er.


Leitast verður við að hafa 4-5 pör í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra para. Ekki verður spilað uppúr riðlunum heldur fá sigurvegarar í hverjum riðli verðlaun.


Dagskrá mótsins verður gefin út á tournamentsoftware.com miðvikudaginn 15.febrúar. Öruggt er að hver flokkur spilar aðeins einn dag eða hluta úr degi og því er ekki öll helgin undir.


Mótsgjöld: 2.000 kr á mann sem greiðist við skráningu í Sportabler eða með því að leggja inná reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090


Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur sunnudaginn 12.febrúar. Leikmenn annarra félaga skrá sig hjá sínum félögum.


Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans forráðamaður að nafn keppanda og kennitala hans birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.



Comentários


bottom of page